Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

dagbók Sigurðar

Sæll, ég er barnabarn Jóhannesar Arasonar í Seljalandi í Kollafirði og er að grafast fyrir um ættingja og sveitina. Þannig vildi það til að ég sá dagbók Sigurðar bróður þíns að mér skilst, hjá Kristni Bergsveinssyni frá Gufudal og fannst mér mjög áhugaverð lesning. Þar skrifar þú að þú eigir hana á tölvutæku formi og ég velti fyrir mér hvort það sé nokkuð möguleiki á að fá hana senda til aflestrar? Kv Sigrún Elíasdóttir Borgarfirði, MA í sagnfræði

Sigrún Elíasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. ágú. 2012

Róbert Trausti Árnason fv ráðuneytisstjóri

Sæll Jakob Ég les skrif þín og met mikils þitt innlegg. Með góðri kveðju frá Brussel, Róbert Trausti

Róbert Trausti Árnason (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. júní 2008

Vegna Mbl.greinar 10. febrúar 2008

Opinber titill Margr´ter 1. Danadrottningar (1353-1412) var: "frue og husbonde og hele rigets mægtige formynder". Svo greinilegt er, að forfeður okkar hafa ekki vílað fyrir sér að kalla konu húsbónda.

valnastakkur (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. feb. 2008

Gísli Gíslason

Góðir Pistlar

Jakob. Pistlar þínir hér á blogginu og í landsblöðin eru frábærir og nauðsynlegir til að benda á staðreyndir og mótrök við síbylgju samtímans um að allt fari fjandans til ef við nýtum náttúruauðlindir okkar eins og vatnsorkuna. Ég minni einnig á að það voru miklar deilur um Kröfluvirkjun. Þegar deilurnar stóðu sem hæst, þá sagði Júlíus Sólnes. "Krafla á eftir að veita landsmönnum birtu og yl" Sama á Kárahnjúkavirkjun eftir að gera. kveðja Gísli Gíslason

Gísli Gíslason, lau. 9. júní 2007

Áliðnaður og raforka.

Þakka þér fyrir mjög gott framlag þitt til að reyna að láta fólk átta sig á því að það sem þú útskírir er rétt og augljóst. Ómar gæti farið með sitt fólk í kolanámugöng víða um heim til að hlaupa maraþon. Vona að hann byrji á því að fara með fólkið til Síberíu. Þá skilur hann kannski um hvað þú ert að fræða fólk um. Þar er ekki um marga kosti fyrir fólkið. Síðan gæti hann farið ( Ef hann kæmi til baka ) um önnur svæði þar sem fólk hefur takmarkaða vinnu nema í kolanámum.Kv.S.G.

Sigurður Guðleifsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. maí 2007

Álver í Reyðarfirði - ríkisstyrkt

Sæll Jakob, Ég verð að viðurkenna það að ég skil ekki alveg greinar þínar og virkjanaáráttu. Þó ég deili ekki skoðunum þínum á nokkurn hátt þá virðistu vera heill í því að móta skoðanir þínar á hlutlægum gögnum. Þar sem sú er raunin get ég ekki látið hjá líða að leiðrétta þann misskilning sem virðist gæta hjá þér um það hvort álverið í Reyðarfirði hafi verið ríkisstyrkt. Fyrir hinn almenna borgara er erfitt með að átta sig á því hvort framkvæmd og rekstur álvers á Reyðarfirði hafi notið einhverra ríkisstyrkja. Ef lög nr. 12/2003 um álver í Reyðarfirði og svo ákvörðun eftirlitsstofnunar Efta, (03)04: The EFTA Surveillance Authority authorises aid to an aluminium plant in Iceland, eru skoðuð kemur í ljós að framkvæmd Alcoa var ríkistyrkt. Ekki nóg með það heldur var reksturinn einnig ríkisstyrktur. Skemmst er frá því að segja að eftirlitsstofnun Efta (ESA) komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstyrkurinn hefði verið lögmætur. Styrkurinn var samt svo veglegur að hefði samanlagður framkvæmda/rekstrarstyrkur verið bókfærður saman sem framkvæmdastyrkur hefði styrkurinn brotið í bága við ríkisstyrkjareglur EES. Áður en vikið er því hvers vegna ríkisstyrkurinn taldist lögmætur og samræmast EES-samningnum þá er nauðsynlegt að fjalla stuttlega um EES-samninginn og ríkisstyrkjareglurnar. EES samningurinn, sem hefur lagagildi á Íslandi, leggur blátt bann við ríkisstyrkjum sem fallnir eru til þess að raska samkeppni á markaði. Þrátt fyrir þetta bann þá er ákveðin undanþága leyfð. Hinu opinbera er heimilt að styrkja framkvæmdir á atvinnusvæðum þar sem atvinnuástandið er óhagstætt.Til þess að afmarka þau svæði sem féllu undir undanþáguna gaf ESA út árið 2001 ríkisstyrkjakort. Austurland er eitt af þeim svæðum sem falla innan heimildarinnar. Ríkinu var því heimilt að veita ríkisstyrk á svæðinu. Þó heimilt hafi verið að veita ríkisstyrkinn þá er ákveðið þak á upphæð ríkisstyrkjarins. Alcoa fékk ríkisstyrk á grundvelli laga nr. 12/2003 og samnings sem gerður var í kjölfarið. Það sem fáir átta sig á að Alcoa fékk eins háan ríkisstyrk til framkvæmda og EES-samningurinn leyfir. Ef farið er betur í saumana sést að þar sem styrknum fyrir framkvæmdinni var skipt í tvennt. Annar styrkurinn laut að verkframkvæmdinni og hinn að rekstrinum þá fór styrkurinn vel yfir það sem má styrkja á grundvelli undanþágunnar. Hvers vegna ætli löggjafinn hafi farið þessa leið við að veita ríkisstyrkinn sem veittur er á formi ýmissa skattívilnanna sbr. 1.mgr. 6.gr. laga nr. 12/2003 um álver í Reyðarfirði? Líkleg skýring þess er að ellegar hefði styrkurinn farið upp fyrir þau mörk sem heimil eru samkvæmt ríkisstyrkjareglum EES. Fyrir talnaglögga sem áhuga hafa á því að átta sig á því hve veglegir ríkisstyrkirnir voru til Alcoa vísa ég til 1.-12 tl.1.mgr. 6.gr. laga nr. 12/2003 um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði. Vonandi svarar þetta spurningunni um það hvort álverið í Reyðarfirði hafi verið ríkisstyrkt. Bogi Guðmundsson. ps. ég sé ekki að það liggi nokkuð á því að virkja á Íslandi. Gætum við ekki gert meira gagn með útrásinni á þessu sviði. Með því leggjum við okkar að mörkum gegn ofhitnun jarðar, göngum ekki á náttúruperlur og loks þurfum ekki að niðurgreiða fyrir þjónustuna.

Bogi Guðmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. maí 2007

óskilgreindur

Falleinkunn

Það er náttúrlega segir meira um þig en nokkuð annað, að þú skulir setja tímamörk á athugasemdir, þannig að engin geti komið með athugasemdir. Það í raun lýsir líka agætlega þeirri stóriðjustefnu sem þú hefur aðhylst. Valtað yfir allt og alla.

óskilgreindur, mán. 7. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband