Nær fjórðungur jarðarbúa er án rafmagns

Í þessari grein er skýrt frá því að í heiminum eru 1577 milljónir manna, nær fjórðungur mannkynsins, án rafmagns til almennra nota. Nær allt í þróunarlöndunum Til þess hver og einn þessa fólks fengi rafmagn í þessu skyni til hálfs á við hvern Íslending þyrfti meira en alla efnahagslega vatnsorku heimsins. Þá yrði lítið af henni eftir í orkufrekan iðnað!

Alþjóðlega orkumálastofnunin, International Energy Agency (IEA), í París gaf árið 2006 út rit sem nefnist „Orkuhorfur í heiminum 2006“ (World Energy Outlook 2006). Þar eru raktar horfur á margvíslegum sviðum orkumála í einstökum löndum og heimshlutum fram til 2030.

Meðfylgjandi tafla er samandregið yfirlit úr þessu riti yfir fjölda íbúa sem hafa ekki rafmagn til almennra nota, hvorki frá almenningsrafveitum né frá heimilisrafstöðvum.

Tafla

Eins og sjá má í töflunni er þetta mjög mismunandi eftir heimshlutum. Í heiminum öllum eru 1577 milljónir manna án rafmagns, nærri fjórði hver jarðarbúi. Í Afríku sunnan Sahara eru hinsvegar nærri þrír af hverjum fjórum án þess, í Suður-Asíu hátt í helmingur íbúanna (48,1%), 21,9% í Miðausturlöndum og 10% í Mið- og Suður-Ameríku. Í OECD-löndunum og löndum á efnahagslegu breytingaskeiði (frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar) er hinsvegar aðeins hálft prósent íbúanna án rafmagns til heimilisnota. (Löndin á breytingaskeiði eru Rússland og Austur-Evrópulöndin).

Kína vekur sérstaka athygli í þessu samhengi. Af 1.310,6 milljónum íbúa landsins eru einungis 8,5 milljónir, eða 0,6% íbúanna án rafmagns, nánast sama hlutfall og í OECD-ríkjunum. Í hinu risaríkinu í hópi þróunarlanda, Indlandi, (með 1094,8 milljónir íbúa) eru hinsvegar 44,5% landsmanna án rafmagns.

Til að sjá þeim 1.577,1 milljónum manna í heiminum sem eru án rafmagns til almennra nota fyrir 5.500 kWh á mann á ári, helmingnum af almennri raforkunotkun Íslendinga á mann, þyrfti 8.764 terawattstundir á ári, sem er meira en öll efnahagsleg vatnsorka í heiminum, virkjuð og óvirkjuð.

Langstærstur hluti óvirkjaðrar vatnsorku í heiminum er í þróunarlöndunum. Mörgum þeim sömu sem að ofan eru talin. Það er hætt við að lítið verði eftir af vatnsorku til stóriðju í þeim þegar almennum rafmagnsþörfum íbúanna hefur verið mætt. Jafnvel þótt við ætlum hverjum og einum aðeins helming þess rafmagns sem við sjálf notum til almennra þarfa. En í umræðum hér heima er því stundum haldið fram að raforkufrekur iðnaður sé best kominn í þróunarlöndunum vegna þess að þar sé svo mikið af óvirkjaðri vatnsorku. Ofangreindar staðreyndir renna ekki stoðum undir þá fullyrðingu.

Meginefni töflunnar er sýnt á kökuritinu.

Tafla

Höfundur er fv. orkumálastjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband